Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt: Fátækt í 100 ár

Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi verður haldinn 17. október nk. í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt á Grandhóteli og hefst kl. 8.30

Á fundinum verður fjallað um fátækt á Íslandi á fullveldisöld og horft á stöðu þeirra sem eru fátækir og þróun hennar undanfarin 100 ár. Leitað verður svara við því hvernig það var að vera fátækur á árum áður í samanburði við seinni tíð og hvernig það er í dag.

Frummælendur koma úr ólíkum áttum, þar sem fjallað verður um fátækt frá mörgum sjónarhornum, en þeir verða þessir:

  • Stefán Pálsson, sagnfræðingur
  • Jóna S Marvinsdóttir, öryrki, ellilífeyrisþegi og fulltrúi eldri kynslóðar innan Pepp Ísland – samtaka fólks í fátækt
  • Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri nýbyggingar Kvennaathvarfs
  • Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
  • Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi og stjórnarmeðlimur í Eflingu, sem fjallar um að alast upp í fátækt í seinni tíð

Skráning fer fram á eftirfarandi tengli og er verðið 1000 kr. fyrir þá sem geta greitt.  Athugið að EAPN greiðir gjaldið fyrir þá sem búa við fátækt til að tryggja að allir sem vilja koma geti komið (hakið við „já” í liðinn um niðurfellingu gjalds).

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 16 mánudaginn 15. október.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Velferðarvaktina.

Móðursamtök EAPN funduðu í Vín

Aðalfundur móðursamtaka EAPN á Íslandi var haldinn daga 26. – 29. September í Vín, Austurríki.  Fulltrúar EAPN á Íslandi voru Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, gjaldkeri EAPN á Íslandi og Laufey Líndal Ólafsdóttir, ritari stjórnar EAPN á Íslandi, en þær eru jafnframt samhæfingarstjórar Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt og Sigfús Kristjánsson, sem hefur nýlega tekið sæti í stjórn EAPN á Íslandi sem fulltrúi Kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem fundurinn skiptist í þrjá hluta.

Ásta Þórdís sat fundi Exco sem er aðalstjórn EAPN og leysti þar af formann EAPN á Íslandi Vilborgu Oddsdóttur en hún átti ekki heimangengt í þetta sinni.  Laufey sat fundi EUISG sem sér um stefnumótun samtakanna og aðhald með stjórnvöldum.  Sigfús sat fræðslunámskeið samtakanna.

 

Eftir þétta fundi í tvo daga endaði dagskráin á aðalfundi samtakanna en þar höfðu fulltrúar þriggja landa verið beðnir um að halda kynningu á ársskýrslu landssamtakanna og svara spurningum um grasrótarstarfið heima fyrir og baráttuna gegn fátækt, þar með talið fulltrúar okkar.  Hin löndin voru Finnland og Lúxemburg.