Um okkur

EAPN á Íslandi eru regnhlífarsamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi.

Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990.  Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólk sem lifir í fátækt.  Þannig er hægt að finna orsakir fátæktar, vinna að því að útrýma fátækt og um leið stuðla að valdeflingu einstaklinganna.

EAPN á Íslandi voru stofnuð í upphafi árs 2011.

Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands.

Hægt er að hafa samband við EAPN á Íslandi með því að senda póst á eapn@eapn.is